Tuesday, January 6, 2015

Bakskólinn, námskeið byrjar


Bakskólinn

Bakskólinn er námskeið sem snýr að þeim sem eru að glíma við bakverki eða hafa átt við það vandamál að stríða í gegnum tíðina.

Markmið námskeiðsins er að minnka bakverki með aukinni virkni og úthald djúpu vöðva sem styðja við liði, bak og mjaðmir og minnka varnaspennu.
Æfingarnar sem notast er við eru blanda af styrktar- og stöðugleikaæfingu með æfingarbolta, svínahrygg og á dýnum sem sniðnar hafa verið að bakverkjum.
Að auki verður farið yfir ýmsar aðferðir til að koma í veg fyrir og minnka bakverki hvort sem það er við líkamsrækt eða vinnu.


Námskeiðið byrjar þann 12. janúar og er til 6. febrúar. Gjald er 11.000 kr fyrir námskeiðið (4 vikur). Leiðbeinandi er Helgi Pálsson, Sjúkraþjálfari BSc.


Tveir hópar verða í boði og verða tímarnir í sal sjúkraþjálfunar í Hvíta húsinu í Bolungarvík.
Hópur 1: Mán- Mið- og Föst. Kl. 12:15 – 12:45
Hópur 2: Mán- Mið- og Fim. Kl. 18:00 – 18:30

Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Helga í síma 869-5145. Aðeins er pláss fyrir 4 í hvorn hópinn fyrir sig. Einnig minnum við á þá sem þurfa að komast í sjúkraþjálfun til Helga Pálssonar að hafa samband í síma 869-5145