Thursday, January 30, 2014

89% bæting til hins betra hjá þeim taka 4 vikna námskeið í bakskólanum.

Núna eftir helgi verða laus pláss í bakskólann fyrir þá sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á auglýsingunni hér fyrir neðan.

Þess má geta að í bakskólanum í dag er að mestu stuðst við æfingar til að styrkja djúpu kvið og bakvöðva. Ásamt æfingum er farið í létta fræðslu um hvernig vöðvarnir vinna hjá okkur og hvernig hægt er að virkja þá sem best þannig að allir vöðvar líkamans vinni sem ein heild. Eins er farið lítið í líkamsbeitingu og áhrif bakverkja og hvað ber að varast og hvernig maður á að lesa í bakverkina.

Í bakskólanum eru allir látnir fylla út ODI spurningarlista í byrjun meðferðar og aftur í lokinn. Spurningalistinn metur bakverki og áhrif þeirra á daglegt líf. Af þeim sem hafa lokið bakskólanum í dag þá hafa breytingar á ODI spurningalistanum verið bæting um 89% til hins betra.



Saturday, January 4, 2014

Bakskólinn byrjar á mánudaginn

Bakskólinn byrjar á mánudaginn og hvet ég alla sem eiga við bakverki eða önnur stoðkerfiseinkenni frá baki að hafa samband og skrá sig sem fyrst.



Wednesday, January 1, 2014

Æfingar með æfingabolta geta hjálpa til við mjóbaksverki

Í bakskólanum sem fer af stað núna 6. janúar þá eru uppblásnir æfingaboltar eitt af þeim tækjum sem stuðst er við til að styrkja djúpu kvið- og bakvöðva. Sjúkraþjálfarar byrjuðu að nota uppblásna æfingarbolta í kringum 1960 en síðasta áratug hafa þessir boltar orðið vinsælir til að styrkja djúpvöðva kviðs og baks með góðum árangri. Með auknum vinsældum hafa svo rannsóknir í kringum gæði boltana aukis.

Í einni rannsókn frá Nýja Sjálandi frá árinu 2006 og var birt í Journal of Manipulative and physiological Therapeutics voru skoðuð gæði æfingabolta í meðferð við mjóbaksverk. Í rannsókninni voru 20 þátttakendur teknir fyrir frá aldrinum 18-65 ára og voru þeir settir á 12 vikna meðferðar áætlun með æfingabolta.

Á meðan meðferðaáætlunin var í gangi svöruðu þátttakendur tveimur spurningalistum. Hinn fyrri var Oswestry spurningalistinn það sem þátttakandinn var látinn meta sína eigin virki og hversu mikil áhrif mjóbaksverkurinn hafði áhrif á lífsgæði hans. Seinni var að merkja mjóbakverkinn á VAS verkjakvarða. Yfir meðferðatíman þá lækkuðu bæði Oswestry kvarðinn(sem þýðir að virkni þátttakenda var að aukast og áhrif mjóbaksverks á daglegt líf minnkaði) og VAS verkjakvarðinn lækkaði(þátttakendur fundu ekki eins mikið fyrir mjóbaksverk). Mestu áhrif sáust fyrstu 8 vikurnar en seinustu 4 vikurnar sáust ekki eins mikil áhrif og töldu rannsakenndur að það gæti verið vegna þess að þjálfunaráhrifin voru orðinn minni. En 12 vikum eftir að rannsókninni lauk voru þátttakendur látnir fylla aftur út Oswestry spurningalistann og VAS verkjakvarðan og kom í ljós að þátttakendur teldur sig enn jafn góða og þegar þeir kláruðu meðferðaáætlunina þó að þeir hefðu ekki gert mikið til að viðhalda með áframhaldandi æfingum eftir að meðferðaáætluninni lauk.

Rannsakendur gerðu líka ráð fyrir því að úthald djúpu bakvöðvana hefði aukist með meðferðaáætluninni en ekki tókst að sýna fram á það með skýrum hætti af ýmsum ástæðum.

Rannsóknin sýndi að meðferðaáætlun sem inniheldur æfingabolta getur hjálpað mikið til við mjóbaksverki. Bæði til að bæta færni einstaklingana og eins til að draga úr verkjum og á það jafn við þá sem hafa verið með mjóbakverk í lengri tíma og styttri. Í rannsókninni höfðu þátttakendur verið með mjóbaksverk í 4.8 ár að meðaltali og allir náðu framförum á meðan meðferðaáætluninn var í gangi.

Bakskólinn getur því reynst mjög vel fyrir þá sem eiga við langvinna verki í mjóbaki og fer hann af stað aftur eftir jólafrí þann 6. janúar og því um að gera að fara skrá sig.

Helgi Pálsson
Sjúkraþjálfari

Heimild: Journal of Manipulative and Physiological Therapeutics Volume 29, Issue 7, September 2006, Pages 550–560, Paul W.M. Marshall, PG Dip Sci,a and Bernadette A. Murphy, PhD.