Friday, December 27, 2013

Bakskólinn byrjar 6 Janúar

Bakskólinn byrjar aftur 6 janúar á nýju ári og hefur hann flutt sig um set yfir í Árborg í Bolungarvík þar sem sjúkraþjálfunin í Bolungarvík hefur farið fram. Í þetta skiptið eru í boði 5 pláss og verður námskeiðið með svipuðu móti og fyrir áramót hvað varðar æfingar.

Breytingar verða að þessu sinni að til að byrja með verður fólk bókað í tíma hjá sjúkraþjálfara þar sem farið verður yfir sögu bakverkja og tveir spurningalistar fylltir út. Svo fara fram 10 tímar þar sem aðaláherslan verður á æfingar og fræðslu. Í lokinn verða einstaklingar aftur bókaðir í tíma hjá sjúkraþjálfara og fylla aftur út sömu spurningarlistann til að meta framfarir hjá einstaklingum á námskeiðinu. Þetta fyrirkomulag er til komið til að reyna bæta bakskólann enn meira.

Vegna fárra plása hvet ég alla til að skrá sig sem fyrst.

Helgi Pálsson
Sjúkraþjálfari

Wednesday, December 25, 2013

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Sjúkraþjálfunin Heilsuefling óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Á nýju ári er von á nýju námskeiði í bakskólanum og verður það með breyttu fyrirkomulagi. Áfram verður í boði 12 tímar á 4 vikum en breytinging felur í sér að í fyrsta tíma verða þeir sem eru skráðir í námskeiðið boðaðir í viðtal hjá sjúkraþjálfara þar sem farið verður yfir sögu bakverkja hjá einstaklingunum og af því loknu fylla þeir út tvo spurningarlista tengda bakverkjum. Því næst fara fram 10 tíma þar sem kvið og bakæfingar eru gerða til að styrkja djúpvöðva baks og kviðs til að draga úr verkjum og auka færni. Af þeim 10 tímum loknum verður hver og einn boðaður aftur í viðtala þar sem farið er yfir námskeiðið og spurningalistarnir sem voru fylltir út í byrjun verða fylti út aftur til að meta framfarir á námskeiðinu.

Þessi breyting er gerð til að reyna gera námskeiðið markvissara og þannig að hægt verði að meta betur hver árangurinn af því er.

Helgi Pálsson
Sjúkraþjálfari

Saturday, December 14, 2013

Seinasti tími Íþróttaskóla UMFB.

Í morgun lauk seinasta tímanum í Íþróttaskóla UMFB þetta haustið. Þessi seinasti tími var frjáls fyrir krakkana. Sett var upp lítil braut á öðrum vallarhelmingi íþróttahúsins og á hinum helmingnum var hægt að fara í badmínton, fótbolta, körfubolta og ýmsar aðrar boltaíþróttir ásamt því að þarna voru litlar stultur og stórir gúmmíboltar fyrir krakkana til að leika sér með. Tíminn heppnaði vel og skemmtu allir krakkarnir sér vel.

Í lok tímans fengu svo allir krakkarnir viðurkenningu og verðlaun fyrir að hafa verið svona dugleg að mæta í íþróttaskólann núna fyrir áramót.

Á myndinni er viðurkenningarskjalið sem krakkarnir fengu ásamt verðlaunum sem voru sleikjó og mandarína.


Sunday, October 27, 2013

Fyrstu vikunni lokið í bakskólanum og fjórðu í íþróttaskóla UMFB

Núna er fyrsta vikan búin í bakskólanum og hefur hún gengið nokkuð vel. Þrír af fjórum sem voru skráðir í bakskólann hafa mætt en þess bera að geta að einungis voru 6 pláss í boði. Í fyrstu vikunni var farið yfir léttar æfingar á dýnu, æfingabolta og svínahrygg ásamt farið í ýmsar teygju- og liðkunaræfingar fyrir bakið.
Þess má nú geta að ég mun bjóða upp á bakskólann svo lengi sem aðsókn er í hann, en nú þegar er búið að sækjast eftir tveimur af þeim 6 sætum sem eru í boðið fyrir næsta námskeið. En ef fólk hefur áhuga á að mæta á næsta námskeið þá getur það nú þegar haft samband og pantað pláss. 

Af Íþróttaskólanum er að frétta að rosaleg góð mæting hefur verið í hann síðan hann fór af stað. Í fyrsta tímanum voru krakkarnir um 20 talsins en sú tala tvöfaldaðist í öðrum tímanum, en þá voru yfir 40 krakkar sem mættu og hefur mætinginn verið á bilinu 35-40 síðan þá. Að loknum tímanum hafa svo krakkarnir hjálpað til við að taka saman og þau hafa verið rosalega dugleg við það og eiga hrós skilið. Eftir eru 6 tímar af þessari önn og munum við sem sjáum um þetta reyna gera enn betur og vonandi sjáum við enn fleiri krakka mæta.

Að lokum langaði mig að spyrja ykkur sem lesið þetta hvaða námskeið/þjónustu sem tengjast heilsu og hreyfingu finnst ykkur finnst vanta í Bolungarvík og í bæjarfélögunum í kring sem hægt væri að bjóða uppá hérna í Bolungarvík?

Tuesday, October 15, 2013

Bakskólinn að fara byrja

Þann 21. október byrjar bakskóla fyrir fólk í Bolungarvík og á Ísafirði. 
Námskeiðið mun fara fram í þreksal íþróttamiðstöðvar Bolungarvíkur og verður tekið við 6 inn á þetta námskeið. Þetta verður vonandi fyrsti bakskólinn af mörgum sem ég mun halda hérna fyrir vestan, en um er að ræða tilraunarverkefni og vonandi mun fólk taka vel í þetta.

En mjóbaksverkir eru nokkuð algengir meðal fólks á miðjum aldri og telur alþjóðlega heilbrigðisstofnunni(WHO) mjóbaksverki vera 4. algengasti heilbrigðisvandinn sem hrjári fólk um allan heim. Auglýsinguna fyrir bakskólan má sjá hérna fyrir neðan og hvet ég fólk til að skrá sig sem fyrst á námskeiðið því fá sæti eru í boði að þessu sinni.


Saturday, October 5, 2013

Fyrsta tíma Íþróttaskóla UMFB lokið


Þá er fyrsta tíma annarinnar í Íþrottaskóla UMFB lokið og eftir stirða byrjun þá fór tíminn að rúlla vel seinni hlutann. Óhætt er að segja að Íþróttaskólinn hafi ekki byrjað alveg eins og ég bjóst við þegar ég mætti kl. 10:30 í íþróttahúsið hérna í Bolungarvík.

Við fjölskyldan ætluðum að gefa okkur góðan tíma til að setja upp þrautabrautina og hafa allt tilbúið og á hreinu fyrir fyrsta tímann. En þegar komið var í íþróttahúsið kom í ljós að Handboltafélagið Hörður var búið að fá úthlutaðann tíma kl. 10, á undan okkar tíma sem átti að byrja kl. 11. Nú þegar maður er að setja upp svona stóra braut fyrir fullt af krökkum þá þarf maður að gefa sér góðan tíma, sá tími fór alveg í vaskinn þar sem handboltaæfinginn var alveg til 11 og rúmlega það. Því fóru fyrstu 15 mínútur tímans í að setja upp brautina með rúmlega 20 svakalega hressum krökkum hlaupandi um allt út af spenningi.

En eftir að búið var að setja upp brautina voru allir krakkarnir fengir í miðjuhringinn í íþróttasalnum og var sýnikennsla á brautinni og hvernig hún var sett upp. Eftir það fór tíminn að rúlla vel og börnin skemmtu sér svakalega vel í brautinni, það vel að ekki voru allir tilbúnir að hætta þegar tímanum var lokið.

Ég vill þakka öllum foreldrum fyrir þolinmæðina og öllum börnunum fyrir að hafa mætt í dag. Næsti tími mun byrja 11:15, þannig að ég hafi tíma til að setja upp brautina áður en tíminn byrjar og við munum vera alveg til kl. 12:00 í staðinn fyrir 11:50 sem var auglýstur tími hjá mér.

Bestu þakkir fyrir tímann

Helgi og Inga

Íþróttaskóli UMFB haustið 2013


Í dag byrjar Íþróttaskóli UMFB og í námskeiðinui verður lögð áhersla á samhæfingu og jafnvægi barna með ýmsum leikjum og þrautum sem reyna á þessa þætti. Þar sem þroski barna er mismunandi verður reynt að gæta af því að bæði leikirnir og þrautirnar verði með fjölbreyttara móti þannig að þeir höfði til barna á sem flestum þroskastigum.


Haustnámskeiðið mun kosta 2.500 kr á barn, en ef um systkyni er að ræða er aðeins greitt fyrir elsta barnið. Hægt er að leggja gjaldið inn á reikning 1176-05-401335 með kennitölu 180980-5719 og hafa nafn barns í skýringu.


Athugið að laugardaginn 23. nóv verður ekki skipulagður tími vega keppnisferðar hjá þjálfara en athugað verður hvort hægt verði að hafa salinn opinn á þeim tíma. Foreldrar vera látnir vita þegar nær dregur. Það verður bætt upp með tíma 14 des.

Fyrsti tíminn verður nokkuð hefðbundinn í uppbyggingu þar sem byrjað verður með nokkra leiki í byrjun og svo farið í þraut.

Wednesday, October 2, 2013

Íþróttaskóli UMFB fer að byrja

UMFB er að byrja með íþróttaskóla sem ég mun sjá um. Hvet sem flesta foreldra til að skrá krakkana sína á námskeiðið, það verður svaka stuð!


Monday, September 30, 2013

Kviður og bak - námskeið


Í vetur verður boðið upp á 4 vikna námskeið í þreksal íþróttamiðstöðvar Bolungarvíkur þar sem áhersla er lögð á sérhæfðar styrktaræfingar fyrir kvið og mjóbak.


Sérhæfðar styrktaræfingar fyrir kvið og mjóbak geta aukið stöðugleikann um hryggsúluna sem getur dregið úr hættu á bakverkja eða dregið úr þeim bakverkjum sem eru til staðar fyrir.
Námskeiðið hentar því vel fyrir þá sem eiga við bakverki að stríða og eins þeir sem vilja læra að viðhalda góðu og heilbrigðu baki.


Námskeiðið verður þrisvar í viku í 4 vikur. Þar verða kenndar æfingar með  jafnvægisbolta og svínahrygg(hálf rúlla) auk almennar æfingar á dýnu til að styrkja mjóbak og kvið. Að auki mun fylgja lítil æfingabók til eignar með þeim almennum æfingum á dýnu sem farið verður í á námskeiðinu.


Aðeins verður tekið við 8 í einu á hvert námskeið en til þess að hægt sé að byrja með námskeið þurfa að lágmarki 6 að hafa skráð sig.


4. vikna námskeið, 3 sinnum í viku mun kosta 10.000 kr.


Til að skrá sig er hægt að hafa samband við Helga Pálsson, sjúkraþjálfara, í síma 869-5145 eða senda tölvupóst á helgipal@gmail.com





Ath. Þeir sem eiga ekki kort í íþróttamiðstöð Bolungarvíkur þurfa að borga sér í þreksalinn í afgreiðslunni en inn í því verði er frítt í sundlaug Bolungarvíkur.

Saturday, September 21, 2013

Álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks: Áhrif þeirra á æfingamagn og frammistöðu


Hérna er ágrip úr lokaverkefninum mínu í sjukraþjálfun. En það fjallaði um álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks og áhrif þeirra á æfingamagn og frammistöðu.


Kraftlyftingar er keppnisgrein sem á vaxandi vinsældum að fagna á Íslandi og um heim allan. Þó er lítið til af rannsóknum um meiðsl hjá kraftlyftingafólki og engar rannsóknir, sem höfundur þekkir til, um tíðni álagseinkenna meðal kraftlyftingafólks og hvernig þau hafa áhrif á æfingamagn og frammistöðu þeirra sem stunda kraftlyftingar.
Tilgangur rannsóknar var að meta tíðni álagseinkenna yfir 7 daga tímabil hjá kraftlyftingafólki á Íslandi og skoða hvaða áhrif það hefði á æfingamagn og frammistöðu þeirra til að stunda kraftlyftingar ásamt verkjaupplifun.
Þátttakendur í rannsókn voru kraftlyftingafólk innan Kraftlyftingasambands Íslands og voru 32 þeirra notaðir við úrvinnslu gagna. Allir þátttakendur svöruðu sama spurningalistanum sem innihélt þrjá hluta (almennan hluta, æfingarálag og álagseinkenni) og var þriðja hlutanum skipt niður fyrir hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Í hnébeygju var spurt um álagseinkenni í öxl, mjóbaki og hné. Í bekkpressu var spurt um álagseinkenni í úlnlið, öxl og mjóbaki og í réttstöðulyftu var spurt út í álagseinkenni í öxl, mjóbaki og hné. Fyrir hvert svæði voru 4 spurningar þar sem þátttakendur áttu að meta álagseinkenni sín, hve mikil áhrif þeir töldu þau hafa á æfingamagn, frammistöðu og hve mikla verki þátttakendur upplifðu við framkvæmd á lyftunum þremur.
Helstu niðurstöður voru þær að nokkuð er um álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks og voru þau mest áberandi í hnjám við framkvæmd á hnébeygju (38%), öxl við framkvæmd á bekkpressu (47%) og í mjóbaki við framkvæmd á réttstöðulyftu (34%).
Ályktunin er að spurningalistinn sem notaður var gefur vísbendingu um að nokkuð sé um álagseinkenni meðal kraftlyftingafólks á Íslandi og að þau álagseinkenni sem eru til staðar höfðu töluverð áhrif á þátttakendur rannsóknarinnar.
Ávinningur rannsóknarinnar er að hún gefur vísbendingu um að það þarf að huga betur að þætti álagseinkenna við þjálfun í kraftlyftingum þar sem þau hafa áhrif á æfingamagn og frammistöðu hjá kraftlyftingafólki.

Fyrir þá sem hafa áhuga er hægt að nálgast verkefnið í heild sinni inni á skemman.is eða á slóðinni http://skemman.is/item/view/1946/15196;jsessionid=BA50D26917802DAD8287E9D432ACEF15.

Helgi Pálsson
Sjúkraþjálfari