Thursday, January 30, 2014

89% bæting til hins betra hjá þeim taka 4 vikna námskeið í bakskólanum.

Núna eftir helgi verða laus pláss í bakskólann fyrir þá sem hafa áhuga. Nánari upplýsingar er hægt að sjá á auglýsingunni hér fyrir neðan.

Þess má geta að í bakskólanum í dag er að mestu stuðst við æfingar til að styrkja djúpu kvið og bakvöðva. Ásamt æfingum er farið í létta fræðslu um hvernig vöðvarnir vinna hjá okkur og hvernig hægt er að virkja þá sem best þannig að allir vöðvar líkamans vinni sem ein heild. Eins er farið lítið í líkamsbeitingu og áhrif bakverkja og hvað ber að varast og hvernig maður á að lesa í bakverkina.

Í bakskólanum eru allir látnir fylla út ODI spurningarlista í byrjun meðferðar og aftur í lokinn. Spurningalistinn metur bakverki og áhrif þeirra á daglegt líf. Af þeim sem hafa lokið bakskólanum í dag þá hafa breytingar á ODI spurningalistanum verið bæting um 89% til hins betra.



No comments:

Post a Comment