Í
vetur verður boðið upp á 4 vikna námskeið í þreksal íþróttamiðstöðvar
Bolungarvíkur þar sem áhersla er lögð á sérhæfðar styrktaræfingar fyrir kvið og
mjóbak.
Sérhæfðar
styrktaræfingar fyrir kvið og mjóbak geta aukið stöðugleikann um hryggsúluna
sem getur dregið úr hættu á bakverkja eða dregið úr þeim bakverkjum sem eru til
staðar fyrir.
Námskeiðið
hentar því vel fyrir þá sem eiga við bakverki að stríða og eins þeir sem vilja
læra að viðhalda góðu og heilbrigðu baki.
Námskeiðið
verður þrisvar í viku í 4 vikur. Þar verða kenndar æfingar með
jafnvægisbolta og svínahrygg(hálf rúlla) auk almennar æfingar á dýnu til
að styrkja mjóbak og kvið. Að auki mun fylgja lítil æfingabók til eignar með
þeim almennum æfingum á dýnu sem farið verður í á námskeiðinu.
Aðeins
verður tekið við 8 í einu á hvert námskeið en til þess að hægt sé að byrja með
námskeið þurfa að lágmarki 6 að hafa skráð sig.
4.
vikna námskeið, 3 sinnum í viku mun kosta 10.000 kr.
Til
að skrá sig er hægt að hafa samband við Helga Pálsson, sjúkraþjálfara, í síma
869-5145 eða senda tölvupóst á helgipal@gmail.com
Ath.
Þeir sem eiga ekki kort í íþróttamiðstöð Bolungarvíkur þurfa að borga sér í
þreksalinn í afgreiðslunni en inn í því verði er frítt í sundlaug
Bolungarvíkur.
No comments:
Post a Comment