Wednesday, December 25, 2013

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Sjúkraþjálfunin Heilsuefling óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Á nýju ári er von á nýju námskeiði í bakskólanum og verður það með breyttu fyrirkomulagi. Áfram verður í boði 12 tímar á 4 vikum en breytinging felur í sér að í fyrsta tíma verða þeir sem eru skráðir í námskeiðið boðaðir í viðtal hjá sjúkraþjálfara þar sem farið verður yfir sögu bakverkja hjá einstaklingunum og af því loknu fylla þeir út tvo spurningarlista tengda bakverkjum. Því næst fara fram 10 tíma þar sem kvið og bakæfingar eru gerða til að styrkja djúpvöðva baks og kviðs til að draga úr verkjum og auka færni. Af þeim 10 tímum loknum verður hver og einn boðaður aftur í viðtala þar sem farið er yfir námskeiðið og spurningalistarnir sem voru fylltir út í byrjun verða fylti út aftur til að meta framfarir á námskeiðinu.

Þessi breyting er gerð til að reyna gera námskeiðið markvissara og þannig að hægt verði að meta betur hver árangurinn af því er.

Helgi Pálsson
Sjúkraþjálfari

No comments:

Post a Comment