Í morgun lauk seinasta tímanum í Íþróttaskóla UMFB þetta haustið. Þessi seinasti tími var frjáls fyrir krakkana. Sett var upp lítil braut á öðrum vallarhelmingi íþróttahúsins og á hinum helmingnum var hægt að fara í badmínton, fótbolta, körfubolta og ýmsar aðrar boltaíþróttir ásamt því að þarna voru litlar stultur og stórir gúmmíboltar fyrir krakkana til að leika sér með. Tíminn heppnaði vel og skemmtu allir krakkarnir sér vel.
Í lok tímans fengu svo allir krakkarnir viðurkenningu og verðlaun fyrir að hafa verið svona dugleg að mæta í íþróttaskólann núna fyrir áramót.
Á myndinni er viðurkenningarskjalið sem krakkarnir fengu ásamt verðlaunum sem voru sleikjó og mandarína.
No comments:
Post a Comment