Tuesday, October 15, 2013

Bakskólinn að fara byrja

Þann 21. október byrjar bakskóla fyrir fólk í Bolungarvík og á Ísafirði. 
Námskeiðið mun fara fram í þreksal íþróttamiðstöðvar Bolungarvíkur og verður tekið við 6 inn á þetta námskeið. Þetta verður vonandi fyrsti bakskólinn af mörgum sem ég mun halda hérna fyrir vestan, en um er að ræða tilraunarverkefni og vonandi mun fólk taka vel í þetta.

En mjóbaksverkir eru nokkuð algengir meðal fólks á miðjum aldri og telur alþjóðlega heilbrigðisstofnunni(WHO) mjóbaksverki vera 4. algengasti heilbrigðisvandinn sem hrjári fólk um allan heim. Auglýsinguna fyrir bakskólan má sjá hérna fyrir neðan og hvet ég fólk til að skrá sig sem fyrst á námskeiðið því fá sæti eru í boði að þessu sinni.


No comments:

Post a Comment