Í dag byrjar Íþróttaskóli UMFB og í námskeiðinui verður lögð áhersla á samhæfingu og jafnvægi barna með ýmsum leikjum og þrautum sem reyna á þessa þætti. Þar sem þroski barna er mismunandi verður reynt að gæta af því að bæði leikirnir og þrautirnar verði með fjölbreyttara móti þannig að þeir höfði til barna á sem flestum þroskastigum.
Haustnámskeiðið mun kosta 2.500 kr á barn, en ef um systkyni er að ræða er aðeins greitt fyrir elsta barnið. Hægt er að leggja gjaldið inn á reikning 1176-05-401335 með kennitölu 180980-5719 og hafa nafn barns í skýringu.
Athugið að laugardaginn 23. nóv verður ekki skipulagður tími vega keppnisferðar hjá þjálfara en athugað verður hvort hægt verði að hafa salinn opinn á þeim tíma. Foreldrar vera látnir vita þegar nær dregur. Það verður bætt upp með tíma 14 des.
Fyrsti tíminn verður nokkuð hefðbundinn í uppbyggingu þar sem byrjað verður með nokkra leiki í byrjun og svo farið í þraut.
No comments:
Post a Comment