Þá er fyrsta tíma annarinnar í Íþrottaskóla UMFB lokið og eftir stirða byrjun þá fór tíminn að rúlla vel seinni hlutann. Óhætt er að segja að Íþróttaskólinn hafi ekki byrjað alveg eins og ég bjóst við þegar ég mætti kl. 10:30 í íþróttahúsið hérna í Bolungarvík.
Við fjölskyldan ætluðum að gefa okkur góðan tíma til að setja upp þrautabrautina og hafa allt tilbúið og á hreinu fyrir fyrsta tímann. En þegar komið var í íþróttahúsið kom í ljós að Handboltafélagið Hörður var búið að fá úthlutaðann tíma kl. 10, á undan okkar tíma sem átti að byrja kl. 11. Nú þegar maður er að setja upp svona stóra braut fyrir fullt af krökkum þá þarf maður að gefa sér góðan tíma, sá tími fór alveg í vaskinn þar sem handboltaæfinginn var alveg til 11 og rúmlega það. Því fóru fyrstu 15 mínútur tímans í að setja upp brautina með rúmlega 20 svakalega hressum krökkum hlaupandi um allt út af spenningi.
En eftir að búið var að setja upp brautina voru allir krakkarnir fengir í miðjuhringinn í íþróttasalnum og var sýnikennsla á brautinni og hvernig hún var sett upp. Eftir það fór tíminn að rúlla vel og börnin skemmtu sér svakalega vel í brautinni, það vel að ekki voru allir tilbúnir að hætta þegar tímanum var lokið.
Ég vill þakka öllum foreldrum fyrir þolinmæðina og öllum börnunum fyrir að hafa mætt í dag. Næsti tími mun byrja 11:15, þannig að ég hafi tíma til að setja upp brautina áður en tíminn byrjar og við munum vera alveg til kl. 12:00 í staðinn fyrir 11:50 sem var auglýstur tími hjá mér.
Bestu þakkir fyrir tímann
Helgi og Inga
No comments:
Post a Comment